Mánudaginn 28. desember kom Unnsteinn Árnason söngvari og söng út í garði fyrir íbúa og starfsfólk Kirkjuhvols en amma hans Steinunn Guðný Sveinsdóttir dvelur á Kirkjuhvoli. Unnsteinn lét ekki kulda stöðva sig og fengu íbúar og starfsfólk að njóta. Unnsteinn er óperusöngvari að mennt og hefur m.a. sungið við Tiroler Landestheater í Innsbruck, Austurríki. Unnsteini eru færðar kærar þakkir fyrir komuna og tónlistarflutninginn frá íbúum og starfsfólki Kirkjuhvols.