Unnið er að viðhaldi í sundlauginni á Hvolsvelli 

Núna stendur yfir viðhald á hreinsibúnaði fyrir heitu pottana í sundlauginni á Hvolsvelli 
Vaðlaugin og miðpotturinn verða lokuð fram undir næstu helgi. Það verður einn heitur pottur opinn sá sem er við útiklefana. 
 Nokkuð rask er á laugarsvæðinu og biðjum við íbúa um að sýna okkur þolinmæði.