Á Kjötsúpuhátíðinni voru Umhverfisverðlaunin 2013 veitt. Það var Agnes Antonsdóttir, formaður Umhverfis- og náttúruverndarnefndar sem afhenti verðlaunin í ár.

Fegursti garðurinn í sveitarfélaginu er garðurinn við Mið-Mörk en það voru ábúendur, Sigurjón Sveinbjörnsson og Jóna Konráðsdóttir, sem tóku við verðlaununum.

Snyrtilegasta býlið í sveitarfélaginu var valið Stóra-Hildisey II en þar búa Jóhann Nikulásson og Sigrún Hildur Ragnarsdóttir. Það var Sigrún Hildur sem tók við verðlaununum.

Dalsbakki var valin fegursta gatan og tók Dieter Wilhelm Weischer, íbúi á Kirkjuhvoli, við viðurkenningunni.

Snyrtilegasta fyrirtækið í sveitarfélaginu er Fóðurblandan. Tryggvi Bjarnason tók við viðurkenningunni fyrir hönd fyrirtækisins.

Öllum þeim sem hlutu viðurkenningu er óskað innilega til hamingju.