Í dag mætti Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, á skrifstofu sveitarfélagsins og fundaði með sveitarstjórnarfulltrúum og formönnum fjallskilanefnda. 

Umræðuefni dagsins var fyrirhuguð stofnun miðhálendisþjóðgarðs. 

Einnig var rætt um stöðu sorpmála í Rangárvallasýslu og Íslandi í heild. 

Fundurinn gekk vel fyrir sig og við þökkum umhverfis - og auðlindaráðherra fyrir komuna.