Þær Margrét María Sigurðardóttir og Elísabet Gísladóttir frá Umboðsmanni barna komu í Hvolsskóla í gær. Þær töluðu við nemendurna í elstu bekkjunum um lög, reglur, réttindi barna og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðana. Eftir spjallið fóru þau svo í stuttan leik þar sem börnin þurftu að vera sammála eða ósammála ýmsum staðhæfingum. Á meðan þessu stóð vöknuðu ýmsar spurningar og hugleiðingar hjá nemendunum um réttindi barna.