Umboð TM vátryggingafélagsins á Hvolsvelli hefur verið valið umboð ársins 2014. Ágúst Kristjánsson eigandi Viðskiptaþjónustu Suðurlands og umboðsaðili TM á Hvolsvelli hefur ásamt Elínu Birnu Bjarnadóttur þjónustað TM viðskiptavinu á Suðurlandi undanfarin 9 ár. 

Í umsögn TM vátryggingafélagsins um TM umboðið á Hvolsvelli segir; 

Umboð TM á Hvolsvelli hefur verið í stöðugum vexti og er með góða markaðshlutdeild á sínu svæði. Brottfall hjá TM á Hvolsvelli hefur verið lítið og vátryggingareksturinn hefur gengið vel. Umboðið á Hvolsvelli veitir góða þjónustu sem er í anda þess sem TM stendur fyrir. Eins og margir vita þá hefur TM mælst hæst tryggingafélaga í Ánægjuvoginni  í 14 af 16 skiptum. 

Á myndinni er Ísólfur G. Pálmason sveitarstjóri ásamt Elínu Birnu Bjarnadóttur, Ágústi Kristjánssyni og eiginkonu hans Gunnhildi E. Kristjánsdóttur. TM á Hvolsvelli býður viðskiptavinum sínum upp á kaffi og kökur í dag í tilefni valsins umboð ársins 2014.