Á morgun, miðvikudaginn 27. mars, hefja Veitur undirbúningsvinnu við endurnýjun hitaveitulagnar sem liggur með brúnni yfir Eystri Rangá. Gert er ráð fyrir að þessi undirbúningsvinna standi til og með 3. apríl.

Á meðan á vinnunni stendur má búast við truflunum á umferð þar sem annarri akrein brúarinnar verður lokað. Miðvikudaginn 27. mars verður umferð úr vestri lokað frá 13:00 til 18:00. Á fimmtudag, 28. mars, verður umferð frá vestri lokuð frá 09:00 til 18:00. Ljósastýring verður sett upp svo umferð ætti að ganga nokkuð greiðlega

Fimmtudaginn 4. apríl verður svo hitaveitulögninni skipt út. Þá má búast við meiri truflunum á umferð. Tímasetningar þessa hluta framkvæmdanna verða kynntar nánar þegar nær dregur.