- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Óskar Þormarsson ætlar að bjóða upp á trommunámskeið frá 12. janúar til 20. febrúar 2015 og verður námskeiðið haldið á Loftinu í Leikskólanum Örk. Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem eru lengra komnir, allt frá þeim sem aldrei hafa snert trommusett og til þeirra sem trommað hafa lengi en langar að læra meira og/eða fá tilsögn um sitthvað sem tengist trommuleik.
Námskeiðið er 6 vikur, einn 50 mínútna einkatími á viku, ásamt tveimur hóptímum í 2. og 5. viku. Í upphafi námskeiðs fá nemendur kjuðapar ásamt þeim gögnum sem á þarf að halda út námskeiðið. Nemendur útskrifast svo með hljóðupptöku af sjálfum sér spila lag við undirleik.
Námskeiðið kostar 28.000 kr.- og þeir sem hafa áhuga á að taka þátt geta sent upplýsingar um nafn, kennitölu og símanúmer á trommurogslagverk@gmail.com.
Óskar er fæddur og uppalinn á Hvolsvelli og hefur spilað með hinum ýmsu tónlistarmönnum. Óskar er einnig trommari í hljómsveitinni Veðurguðunum ásamt því að tromma með Fjallabræðrum. Þetta er því frábært tækifæri fyrir þá sem hafa einhvern áhuga á trommum eða vilja bara kynnast þessu hljóðfæri.