Opnuð hefur verið sýning á olíumálverkum og vatnslitamyndum eftir listmálarann Torfa Ásgeirsson í Gallerí Ormi í Sögusetrinu.
Sýningin stendur til loka júní.
Sýningin er opin á afgreiðslutíma setursins: alla daga vikunnar frá níu árdegis til sex síðdegis
nánar á
www.njala.is
Torfi er útlærður listmálari og hefur víða haldið sýningar á liðnum árum og áratugum.
Hann er fæddur á Húsavík og býr í höfuðborginni en á ættir að rekja til Hlíðarenda í Fljótshlíð
þar sem forfeður hans og -mæður bjuggu í röskar þrjár aldir.Má þar minnast á Vigfús sýslumann
og börn hans Pál lögmann yfir hálfu landinu og Önnu á Stóru-Borg.
