Minningarsjóður Guðrúnar Gunnarsdóttur auglýsir eftir umsóknum ungs tónlistarfólks um styrk úr sjóðnum. Markmið sjóðsins er að styrkja efnilega nemendur í tónlist í Rangárvallasýslu til frekara náms, með fjárhagsaðstoð.

Stofnandi sjóðsins var móðir Guðrúnar, Ása Guðmundsdóttir frá Rangá, sem lengi bjó á Hvolsvelli og á meðfylgjandi mynd má sjá Ásu ásamt stjórn sjóðsins. Ása bjó lengi á Hvolsvelli, ásamt eiginmanni sínum, Gunnari Guðjónssyni, frá Hallgeirsey en Guðrún var einkadóttir þeirra hjóna.

Umsóknarfrestur er til 15. júní 2022 og skal senda til formanns sjóðsins, Ísólfs Gylfa Pálmasonar, Uppsölum, 861 Hvolsvelli á netfangið isolfurgp@gmail.com.

Sjóðurinn er m.a. fjármagnaður með sölu á samúðarkortum minningarsjóðsins sem er til sölu hjá:

Sigurlín Óskarsdóttur, Norðurgarði 20, 860 Hvolsvelli

Gyðu Guðmundsdóttur, Freyvangi 3, 850 Hellu

Ágóði kortasölunnar rennur allur til sjóðsins.

 

F.h. minningarsjóðs Guðrúnar Guðmundsdóttur

Ágúst Sigurðsson, Sigurlín Óskarsdóttir og Ísólfur Gylfi Pálmason