Það voru flottir tónleikar í Leikskólanum Örk í morgun. Einu sinni i mánuði hittast allir nemendur leikskólans í sal og hafa sameininlega samverustund. Í þetta sinn var það Tónaland sem sá um stundina, börnin hafa verið að æfa lagið Hvert er horfið laufið og sungu það svo í morgun og stóðu sig virkilega vel. Nemendur Ævintýralands sungu einnig skemmtilegt lag með frumsömdum texta. 5 ára afmælisbarn  var í salnum, hann Kristján Birgir Eggertsson, sem fékk afmælissöng og 5 rakettur í tilefni dagsins. Sveitastjórinn færði honum einnig hamingjuóskir.

null