Í sumar verður félagsmiðstöðin Tvisturinn á Hvolsvelli með námskeið fyrir hressa krakka fædd árið 2002-2004. Námskeiðin verða milli kl. 13:00 og 15:00 alla mánu- og miðvikudaga í júní. Hvert námskeið er í raun og veru aðeins einn dagur og stefnt verður að því að hafa námskeiðin létt, skemmtileg, ólík og fjölbreytt. Hver dagur kostar 500 krónur. Um tilraunarverkefni er að ræða og vonandi verður þátttaka góð. Umsjón og skipulagning verður í höndum Þrastar Freys umsjónarmanns félagsmiðstöðvarinnar og Þórunnar Óskarsdóttur kennara í Hvolsskóla og fer skráning fram í gegnum netföngin Throstur@hvolsvollur.is eða thorunnos@hvolsskoli.is

Dagskrá:

1. Júní   Leikir og pizzasnúðagerð.

3. júní  Tilraunir og myndmennt

8. júní Pílukastkeppni, brjóstsykursgerð og ísmolagerð.

10. júní Instagram, seglagerð og ljósmyndamaraþon.

15. júní Setja upp ljósmyndasýningu í matsal Hvolsskóla og útileikir.

22. júní Naglalakka og gera alls kyns skraut.  Spil

24. júní Útieldun og útivist.

29. júní Vatnsstríð og sund

1. júlí Óvissuferð.