Töluvert tjón varð á nokkrum stöðum í Rangárþingi eystra í veðurofsanum sem gekk yfir landið í gærkvöldi og í nótt. Íbúar í Hvolsvelli fengu m.a. send smáskilaboð frá 112 um að vera ekki á ferðinni utandyra vegna fjúkandi hluta m.a þakplötur.
Einnig voru víða minniháttar tjón en engin slasaðist sem er fyrir öllu. Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli stóð í ströngu og er enn á vakt enda hefur verið hvasst í allan dag. 
Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag við Þjóðveg 1 við Hvolsvöll en þar lagðist stórt vegaskilti á hliðina. Mikið tjón var á reiðhöllinni í Miðkrika eins og myndirnar sýna og er unnið að viðgerðum þar. Einnig fór illa hluti af þakinu á verslunarhúsnæðinu við Austurveg 4 þar sem nokkur fyrirtæki eru með starfsemi og þurfti eitt þeirra að tæma skrifstofur sínar vegna leka. 

Myndir frá Hvolsvelli