Töframaðurinn Einar Mikael er á ferðalagi um Suðurland um þessar mundir. Hann heimsótti krakkana í Hvolsskóla í gær en mun í dag föstudaginn 9. mars vera með uppákomu í Hvolnum á Hvolsvelli kl. 16:00.

Sýningin er stútfull af áhrifamiklum töfrabrögðum og miklum húmor. Þetta er 70 mín. löng fjölskylduvæn töfrasýning, sem hefur að geyma allt það besta sem töframaðurinn Einar Mikael er búinn að vera að vinna markvist að síðastliðin 3 ár. Einar notar lifandi dýr í atriðunum sínum, lætur hluti svífa og breytir áhorfenda tímabundið í töframann. Einar er einn allra færasti töframaður okkar Íslendinga um þessar mundir og er sýningin hans einstök og inniheldur nokkur atriði sem eru á heimsmælikvarða. Þetta er sýning sem enginn má láta fram hjá sér fara. Kynnir verður enginn annar en Galdrakallinn í OZ. Nánari upplýsingar er hægt að finna inná www.tofrabrogd.is