Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, kom í heimsókn í ráðhúsið í dag með fríðu föruneyti. Þar fór hann yfir stöðu mála í Evrópumálunum og svaraði fyrirspurnum frá Ísólfi Gylfa, sveitarstjóra, og Guðlaugu Ósk, formanni byggðarráðs. Margt bar á góma eins og t.d. hver staða Íslands innan Evrópusambandsins yrði og hverjir kostir og gallar aðildar væru.

Timo Summa verður svo með opinn fund á Hótel Hvolsvelli í kvöld, frá kl. 20:00 - 21:00 en auglýsingu um fundinn má sjá hér.