Umhverfisverðlaun Rangárþings eystra 2017
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd Rangárþings eystra óskar eftir tillögum til Umhverfisverðlauna Rangárþings eystra 2017


Verðlaun verða veitt í eftirtöldum flokkum:
 
Umhverfisverðlaun árið 2017 fyrir fallegan og snyrtilegan skrúðgarð 
Umhverfisverðlaun árið 2017 fyrir snyrtilegt lögbýli 
Umhverfisverðlaun árið 2017 fyrir snyrtilegt umhverfi fyrirtækis

Miklu máli skiptir að íbúar sveitarfélgasins taki nú höndum saman og tilnefni þá sem skarað hafa fram úr í sveitarfélaginu við að fegra umhverfi sitt.

Hægt er að skila inn tilnefningum á skrifstofu sveitarfélagsins, Hlíðarvegi 16 og í tölvupósti á netfangið: arnylara@hvolsvollur.is fyrir 15. ágúst nk.

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd