Við undirritaðir fulltrúar D-listans leggjum til að:
Sveitarstjóra verði falið að undirbúa og boða til íbúafundar um verslunarmál á svæðinu og framtíðarhorfur. Á þeim fundi verði m.a. kannaður grundvöllur fyrir stofnun almenningshlutafélags um rekstur matvöruverslunar á Hvolsvelli.

Greinargerð:
Nú þykir orðið ljóst, að sáralitlar líkur eru á því að eigendur lágvöruverslanakeðja sjái sér nægan hag í að reka slíka verslun í sveitarfélaginu á næstu árum, þrátt fyrir öflugar málaumleitanir af hálfu sveitarstjórnarmanna, bæði á þessu og fyrri kjörtímabilum, í þá veru.
Með tilliti til fjölda ferðamanna og fjölgunar þeirra verður líklega arðsamt að reka verslun á Hvolsvelli í framtíðinni.  Ástæðulaust er að afhenda alla slíka þjónustu í hendur stórfyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu og viljum við láta reyna á hvort samtakahugur íbúanna er nægilegur til að menn sameinist um stofnun og rekstur slíks fyrirtækis.“
Hvolsvelli, 8. október 2013
Elvar Eyvindsson
Kristín Þórðardóttir