Á síðasta sveitarstjórnarfundi þann 13. mars sl. var rætt um tillögu D-listans vegna ljósleiðaravæðingar í dreifbýli. Tillagan var samþykkt samhljóða og hér má sjá tillöguna, greinargerð sem fylgdi henni og upplýsingar frá sveitarstjóra:


Tillaga fulltrúa D-lista vegna ljósleiðaravæðingar í dreifbýli:

Sveitarstjórn samþykkir að leita formlega eftir samstarfi við RARIK svo leggja megi ljósleiðarastreng eða -rör samhliða yfirstandandi vinnu RARIK við lagningu rafmagnsstrengja í jörð.

Greinargerð:
Eitt brýnasta málefni hinna dreifðu byggða er fjarskiptasamband og ljóst er að nú er svo komið að slæmt fjarskiptasamband (internet) hamlar búsetu fólks í dreifbýli. Þessari þróun þarf að snúa við og þarf sveitarfélagið að gerast öflugur liðsmaður þeirra sem við slíkar aðstæður búa og leita allra ráða svo flýta megi ljósleiðaravæðingu hinna dreifðu byggða sveitarfélagsins.
Með því að nota tækifærið og leggja t.a.m. ljósleiðararör niður um leið og jarðstrengur er plægður niður sparast umtalsverðir fjármunir vegna jarðvinnu auk þess sem jarðrask minnkar og hönnunarkostnaður kann að sparast.

Tillagan samþykkt samhljóða

Upplýsingar frá sveitarstjóra
Þegar hefur sveitarstjóri  leitað formlegs samstarfi við RARIK svo leggja megi rör fyrir ljósleiðarastrengi   þegar RARIK er að leggja strengi í jörð. Hins vegar verður að vera alveg skýrt hver kostnaður er við röralögnina áður en til framkvæmda er farið.  Þetta hefur bæði verið rætt á fundum og með tölvupósti m.a.frá 20 febrúar s.l. í framhaldi af fundi um ljósleiðaramál á Heimalandi.  Fram hefur komið í byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar að ljósleiðaravæða dreifbýli  Íslands. Mikilvægt er að kostnaður sem fellur til við framkvæmdina falli sem minnst á íbúa og viðkomandi sveitarfélög.  Þá hefur einnig verið rætt um að Fjarskiptasjóður mæti þessum kostnaði