Ég hef verið settur til að þjóna Breiðabólsstaðarprestakalli frá 1. ágúst 2020 þar til nýr sóknarprestur tekur við embættinu.

Viðtalstímar mínir -um frekari samtöl og viðtöl- eru milli 10 og 12 virka daga í síma 8561574 og allan sólarhringinn og netfangið er axel.arnason (hjá) kirkjan.is. Samtöl og frekari viðtöl eru því eftir samkomulagi og ég hef skrifstofuaðstöðu og móttökuaðstöðu á Hellu og væntanlega líka í safnaðarheimilinu við Stórólfshvolfskirkju og reyndar heima í Eystra-Geldingaholti. Einnig eru viðtöl eða samtöl veitt í gegnum samskiptabúnað í tölvum.