Hætta er á SO2 gosmengun í uppsveitum Suðurlands (brennisteinstvíildi, brennisteinsdíoxíð) vegna eldgossins við norðanverðan Vatnajökul.
Þessi mengun er háð styrk gosmengunarinnar hverju sinni, vindátt og vindstyrk og getur verið varasöm, ef hún nær að mynda bláa eða grábláa móðu. SO2 getur m.a. valdið ertingu í öndunarfærum og augum.
Sem stendur er loftgæðamælir í Þjórsárdal. Til stendur að setja upp mæla í Vík og á Kirkjubæjarklaustri.
Íbúar eru hvattir til að fylgjast með aðstæðum utandyra, fréttum og upplýsingaveitum á netinu.
Ráðlögð viðbrögð við SO2 gosmengun:
• Börn og fólk sem er viðkvæmt fyrir, ætti að halda sig innandyra með lokaða glugga, hækka í ofnum og slökkva á loftræstingu þar sem það á við.
• Heilbrigt fólk ætti ekki að vera í líkamlegri áreynslu utandyra.
• Hafa tiltæk lyf sem tekin eru að staðaldri við hjarta- eða lungnasjúkdómum.
• Áhrif SO2 gosmengunar eru svipuð á dýr og menn.
Helstu upplýsingveitur:
almannavarnir.is – sjá m.a. leiðbeiningar um mengun og öskufall
vedur.is – viðvaranir ef spár gefa til kynna háan SO2 -styrk frá eldgosinu
loftgaedi.is - loftgæðamælingar í rauntíma á tiltækum mælum
ust.is - upplýsingasíða og ráðlögð viðbrögð við SO2 gosmengun
landlaeknir.is – tilkynningar vegna brennisteinsdíoxíðs (SO2) á Austurlandi
mast.is – upplýsingar um áhrif gosmengunar á dýr
www.hvolsvollur.is
www.ry.is
www.asahreppur.is
www.klaustur.is
www.vik.is
Fylgjast má með mengun frá eldgosinu á vef Umhverfisstofnunar ásamt leiðbeiningum um viðbrögð (www.ust.is)
Áhrif á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð við SO2 frá eldgosum
Höf: Sóttvarnalæknir, Umhverfisstofnun og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra
*Meðalgildi í 15 mínútur
**Börn og fullorðnir með astma, berkjubólgu, lungnaþembu og hjartasjúkdóma.
Almennar ráðleggingar:
• Andið sem mest með nefi
• Dveljið innandyra og lokið gluggum
• Slökkvið á loftræstingu ef móða er áberandi í umhverfinu
• Lungna- og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk