Tilboð voru opnuð í nýja götu á Hvolsvelli, Gunnarsgerði sem er norðan við Njálsgerði á Hvolsvelli.
Eitt tilboð barst frá Aðalleið ehf. í Hveragerði kr. 67.648.200 en kostnaðaráætlun er kr. 81.000.000.
Alls verða 27 íbúðir í rað-, par- og einbýlishúsum. Á myndinni eru Jóhann Ísleifsson verktaki, Ísólfur Gylfi
Pálmason, sveitarstjóri og Anton Kári Halldórsson, skipulagsfulltrúi.
Lóðum verður úthlutað innan tíðar.