Rangárþing eystra óskar eftir tilboðum í verkið: „Rif og förgun á bröggum á Hvolsvelli“

Verkið felur í sér rif og förgun á austasta bragganum við Austurveg á Hvolsvelli ásamt 2/3 hluta braggans sem stendur í miðjunni.

Verkinu skal að fullu lokið 1. september 2022.

Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið geta skoðað aðstæður og umfang verksins með því að hafa samband við undirritaðan með tölvupósti á netfangið olirunars@hvolsvollur.is eða í síma 4884200.

Tilboðum skal skila á skrifstofu Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvöllur fyrir kl. 11.00 mánudaginn 25. júlí 2022 og verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

 

Ólafur Rúnarsson

Framkvæmdasvið Rangárþings eystra