Rangárþing eystra óskar eftir því að eigendur gámanna á geymslusvæðinu við Ormsvöll sendi inn upplýsingar um nafn og kennitölu, hvaða gám þeir eigi og hvað gámurinn er stór. 

Verið er að vinna að því að útbúa yfirlit um þá gáma sem eru á svæðinu og stuðla þar með að betri skilvirkni fyrir sveitarfélagið og leigjendur.

Upplýsingarnar má senda til Þóru Bjargar Ragnarsdóttur, aðstoðarmanns skipulags- og byggingarfulltrúa, á netfangið thorabjorg@hvolsvollur.is eða í síma 488-4200.

Ef eigendur sinna ekki því að veita þessar upplýsingar fyrir 12. maí þá áskilur Rangárþing eystra sér rétt til að láta fjarlægja gáminn.