Þemadagar hefjast í Hvolsskóla í dag og verða í gangi miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Yfirskrift daganna er Gaman saman.Nemendur vinna í 12 aldursblönduðum hópum að ýmsum verkefnum. Einum af þessum þremur dögum eyða nemendur í Tumastaðaskógi við ýmsa vinnu og þurfa því að vera vel klæddir. Einnig verður spilað, galdrað og farið í sund svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægt er að nemendur taki með sér sundföt þessa daga.

Hér er hægt að sjá myndir á Facebook síðu Hvolsskóla