Fimmtudaginn 12. desember kl. 20:00 ætlar Hvolsskóli í samstarfi við Skeiðvang að efna til sýningar í reiðhöllinni, þar sem nemar í Knapamerki 1 og Knapamerki 2 koma fram.

Sýndar verða æfingar sem krakkarnir hafa lært í vetur, og svo smá grín og glens í lokin.
Kaffisala á vegum Skeiðvangs.
Foreldrar og aðstandendur, kennarar skólans,  svo og allir þeir sem áhuga hafa á framförum í hestamennsku hjartanlega velkomnir.
Sýningin stendur yfir milli kl. 20 og 21.
 
Þetta er í annað skipti sem Hvolsskóli býður nemendum sínum upp á Knapamerkjanámskeið í vali, og árangurinn lætur ekki á sér standa, enda hefur verkefnið notið einstaks velvilja forráðamanna skólans, sveitastjórnar og einstaklinga sem hafa lagt sitt af mörkum til að gera þetta sem best úr garði.
Knapamerkjakerfið er uppbyggt á þann veg að nemendur fara markvisst í þann grunn, sem allir hestamenn þurfa að kunna, til að ánægjan og getan fái notið sín.