- Visit Hvolsvöllur
- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Ljósmyndasýning á Hótel Hvolsvelli.
Ljósmyndaklúbburinn +860 heldur ljósmyndasýningu í húsakynnum Hótel Hvolsvallar, sýningin opnar 10. nóvember og stendur fram í desember. 9 meðlimir klúbbsins eiga mynd á sýningunni og er myndefnið afar fjölbreytt. Myndirnar eru alls 22 og allar til sölu. Sýnishorn mynda af sýningunni má sjá hér
Ljósmyndaklúbburinn 860+ var stofnaður í september 2008 þegar nokkrir áhugaljósmyndarar af svæðinu tóku sig saman til að efla þekkingu sína á ljósmyndun. Öll eiga þau það sameiginlegt að búa eða hafa búið í sveitarfélaginu Rangárþingi eystra en nafn klúbbsins 860+ er vísun í póstnúmer sveitarinnar, 860 og 861.
Forsíðumyndin: Erla Berglind Sigurðardóttir