Markmið: Að búa námsmenn undir svæðisbundna ferðaleiðsögn á Suðurlandi. 
Námið er: 23 eininga nám sem skiptist á tvær annir og samanstendur af kjarnagreinum (17 einingar) og svæðisbundinni leiðsögn (6 einingar). Áætlað er að námið hefjist í september 2016 og ljúki í maí 2017. Námið er alls 276 kennslustundir.
Inntökuskilyrði: Námsmenn þurfa að vera 21 árs við upphaf náms, hafa stúdentspróf eða sambærilegt nám eða reynslu að baki.  Gott vald á einu erlendu tungumáli er nauðsynlegt. 
Fyrirkomulag:  Kennt verður 1- 2 kvöld í viku og auk vettvangs- og æfingaferða. Námið verður að miklum hluta í fjarkennslu og því hægt að stunda það óháð búsetu. 
Ávinningur: Námið er matshæft inní Leiðsöguskóla MK og veitir svæðisbundin leiðsöguréttindi.

Skoða áfangalýsingar
Athugið: Hægt verður að taka einstaka áfanga sem verða metnir af MK og kostar hver eining 14.000.-


Áhugsamir eru hvattir til að hafa samband til að afla frekari upplýsinga í síma 560 2030 (Sólveig) eða á netfangið solveig@fraedslunet.is eða steinunnosk@fraedslunet.is   

Einnig er hægt að skrá sig í námið hér og þá verður haft samband innan tíðar.