Sunna Lind Sigurjónsdóttir, nemandi í 10. bekk og sigurvegir ræðukeppni Hvolsskóla 2019.
Sunna Lind Sigurjónsdóttir, nemandi í 10. bekk og sigurvegir ræðukeppni Hvolsskóla 2019.


Á föstudaginn fór fram ræðukeppni í Hvolsskóla. Þar öttu kappi þeir nemendur í 8.-10. bekk sem efstir stóðu eftir bekkjarkeppni. Ræðuefnið voru skólabúningar og sitt sýndist hverjum í því máli. 
Sigur úr bítum að þessu sinni bar Sunna Lind Sigurjónsdóttir í 10. bekk. Í öðru sæti var Jade Jóhanna Mcdevitt í 9. bekk og því þriðja Sóldís Birta Magnúsdóttir í 10. bekk. Til hamingju öllsömul.
Dómarar að þessu sinni voru þau Margrét Guðjónsdóttir, Svava Björk Helgadóttir og Hermann Árnason.