Sumarnámskeið félagsmiðstöðvarinnar byrjaði í dag og er það fyrir alla krakka fædd árið 2002-2004. Námskeiðin verða milli kl. 13:00 og 15:00 alla miðviku- og mánudaga í júní. Hvert námskeið er í raun og veru aðeins einn dagur og stefnt verður að því að hafa námskeiðin létt, skemmtileg, ólík og fjölbreytt. Hver dagur kostar 500 krónur.

Um tilraunarverkefni er að ræða og vonandi verður þátttaka góð. Umsjón og skipulagning verða í höndum Þrastar Freys umsjónarmanns félagsmiðstöðvarinnar og Þórunnar Óskarsdóttur kennara í Hvolsskóla og fer skráning fram í gegnum netföngin Throstur@hvolsvollur.is eða thorunnos@hvolsskoli.is 

Þau voru hress krakkarnir sem voru mætt í dag og voru að gera ýmsar tilraunir, næstu skipti á að gera fullt af skemmtilegum verkefnum við allra hæfi bæði inni og úti.