Sudurland.is er nýr vefur sem Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hefur unnið við að koma í loftið. Vefurinn er til þess ætlaður að bæði íbúar og ferðamenn geti nýtt sér hann og þar má m.a. finna upplýsingar um alla viðburði á Suðurlandi, upplýsingar um öll sveitarfélög og stofnanir þeirra, gisti- og afþreyingarmöguleikar og fleira. Ennfremur birtast á síðunni auglýsingar um styrki sem gætu nýst íbúum.