Miðvikudaginn 21. apríl klukkan 20:00 verður haldinn stofnfundur Rafíþróttadeildar Dímonar þar sem rafíþróttadeildin verður formlega stofnuð og stjórn kosin.

Fundurinn er haldinn rafrænn sökum Covid-19 en hér má finna link á Zoom: https://us02web.zoom.us/j/86921278538?pwd=NFNvUGl1bmJLekM0OURQanVxUlZpQT09

Dagskrá fundar:

  1. Fundur settur.
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  3. Lög deildarinnar lögð fram.
  4. Kosið í stjórn í samræmi við lög.
  5. Önnur mál.

Allir eru velkomnir á fundinn, hugsanlegir þátttakendur, áhugasamir sem og forvitnir.

Gestir fundarins verða:

Arnar Hólm fræðslustjóri Rafíþróttasambands Íslands verður með Reynslusögur og Q&A

Arnheiður Dögg Einarsdóttir formaður Íþróttafélagsins Dímons,

Ólafur Örn Oddsson íþrótta og æskulýðsfulltrúi Rangárþings Eystra.