Boðað er til stofnfundar Hollvinafélags Njálurefilsins í Sögusetrinu á Hvolsvelli 12.febrúar n.k. kl. 20:00 Tilgangurinn með stofnun félagsins er að skapa vettvang fyrir þá sem vilja leggja sitt af mörkum til að Njálurefillinn verði að veruleika.

8. mars nk. verður nafn eins skráðs félagsmanns í Hollvinafélaginu dregið úr hatti og fær viðkomandi ferð að launum í byrjun maí nk. til Bari á Suður-Ítalíu þar sem haldin verður handverkshátíð og Njálurefillinn kynntur sérstaklega.  Ferðakostnaður viðkomandi verður greiddur af evrópsku samstarfsverkefni í fullorðinsfræðslu með þátttöku Háskólafélag Suðurlands. Þeir sem ekki eiga heimangengt á stofnfundinn geta skráð sig í félagið með því að senda tölvupóst á njalurefill@gmail.com með upplýsingum um nafn og kennitölu.

Gunnhildur og Christína