Á facebook síðu Björgunarsveitarinnar Dagrenningar má finna þessa frétt:
Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli hefur í samstarfi við Rangárþing eystra, Katla Geopark - Iceland og Ferðamálaráð verið að stika gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls síðustu tvö árin. Öll gönguleiðin er nú full stikuð þó eitthvað eigi eftir að lagfæra í eldri stikum. Verkefnið hefur snúist um að stika leiðina upp að Baldvinsskála frá Skógum, en á þeirri leið voru nær engar stikur.
Aðalgönguleiðin er merkt með bláum stikum og útúrdúrar frá henni merktir með rauðum stikum. Þá var ákveðið að númera stikurnar og byrjað á Nr. 1 við Skógafoss. Þannig má ætla að auðveldara verði að staðsetja ferðamenn sem annað hvort verða veðurtepptir á leiðinni, slasast eða veikjast. Þetta er 26 kílómetra leið yfir í Þórsmörk og menn eiga oft erfitt með að staðsetja sig. Tekin hafa verið hnit á hverja stiku og eru þær nálægt 400 á leiðinni.Fleiri myndir má sjá á Facebook