Gunnar Marmundsson mun láta af störfum í vor hjá HS Veitum sem umsjónamaður Vestmannaeyjaveitu og hefur sveitarfélagið gert samkomulag við HS Veitur um eftirlit með veitunni. 

Það verða starfsmenn Áhaldahúsins á Hvolsvelli sem munu hafa umsjón með veitunni og á myndinni hér fyrir neðan má sjá Gunnar sýna þeim Gunnari Sveinssyni og Böðvari Bjarnasyni á tækjabúnaðinn í dælustöðinni í Bakkafjöru.