Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst ráða lögfræðing á lögfræði- og velferðarsviði. Lögfræðingar sambandsins koma fram fyrir þess hönd við undirbúning lagafrumvarpa og stjórnvaldsfyrirmæla sem varða sveitarfélögin og vinna að upplýsingagjöf, ráðgjöf og fræðslu til sveitarfélaga. Lögfræðingurinn mun starfa ásamt öðrum lögfræðingum og sérfræðingum sviðsins að margþættum og síbreytilegum verkefnum, sem meðal annars varða skipulags-, umhverfis- og auðlindamál, skólamál, málefni félagsþjónustu sveitarfélaga og túlkun laga og reglna sem varða starfsemi sveitarfélaga.

Föst starfsaðstaða getur verið utan höfuðborgarsvæðisins, að þeirri forsendu uppfylltri að mögulegt verði að tryggja fullnægjandi starfsaðstöðu nærri heimili umsækjanda en einnig á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga í Reykjavík.

Samband íslenskra sveitarfélaga er framsækinn vinnustaður sem býður upp á opið vinnuumhverfi, samheldinn starfsmannahóp og skapar starfsmönnum gott svigrúm til starfsþróunar. 

Hér má finna auglýsingu Sambands íslenskra sveitarfélaga í heild sinni. 

Rangárþing eystra vill hvetja áhugasama til að sækja um og vill einnig benda á að mögulegt er að leigja skrifstofuaðstöðu hjá sveitarfélaginu að Austurvegi 4.  Fyrir frekari upplýsingar um skrifstofuaðstöðu vinsamlegast hafið samband við Margréti Jónu Ísólfsdóttur, skrifstofu- og fjármálastjóra, á netfanginu margretjona@hvolsvollur.is