Þau voru ekki mörg sem lögðu af stað frá Hellu í Tour de Hvolsvöllur keppninni í gær en þau létu sitt ekki eftir liggja og voru alveg eldfljót að hjóla á milli. Krakkarnir koma öll úr Rangárþingi eystra en þetta voru þau, Bjarki Hafberg Björgvinsson frá Vorsabæ og Unnur Þöll, Daníel Anton og Benedikt Óskar Benediktsbörn frá Hvolsvelli. Bjarki Hafberg kom fyrstur í mark og Unnur Þöll kom stuttu síðar þjótandi yfir marklínuna. Daníel Anton og Benedikt komu svo í samfloti og kláruðu þau því öll keppnina. Hér fyrir neðan má sjá myndir af ræsingu og af krökkunum á leiðinni.