Skipulags- og umhverfisnefnd Rangárþings eystra óskar eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna Rangárþings eystra. Viðurkenningar eru veittar fyrir:

-Snyrtilegasta garðinn

-Snyrtilegasta lögbýlið

-Snyrtilegasta fyrirtækið

Einnig getur skipulags- og umhverfisnefnd ákveðið að veita auka viðurkenningu sem tekur mið af þeim tilnefningum sem berast hverju sinni.

Allir garðar og öll fyrirtæki í Rangárþingi eystra koma til greina sem verðlaunahafar umhverfisverðlauna.

Nánar er hægt að lesa sér til um samþykktir umhverfisverðlaunanna hér.

Tilnefningum skal skilað á netfangið bygg@hvolsvollur.is eða í ráðhús sveitarfélagsins að Austurvegi 4, Hvolsvelli fyrir 10. ágúst 2023.

 Verðlaunin verða veitt á Kjötsúpuhátíðinni þann 26. ágúst 2023.