Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. auglýsir sumarhreinsun

fyrir fasteignaeigendur í Rangárvallasýslu

Dagana 22. maí til 25. júní 2020

 

Á gámastæðunum verða gámar skv. eftirfarandi:

22.- 28. maí                      Grenndarstöðvar á Hellu og Hvolsvelli

29. maí – 4. júní               Skógar og Heimaland

5. - 11. júní                        Bakkabæir, Vestur- og Austur Landeyjar

12. - 18. júní                      Rangárvellir (vegamót Gunnarsholtsvegar og Þingskálavegar) og grenndarstöðin við Meiri-Tungu

19. - 25. júní                      Þykkvibær og Fljótshlíð

  • Gámar koma fyrir hádegi á fyrsta degi og eru teknir um hádegi á síðasta degi.
  • Á hverjum stað verða gámar fyrir málma, timbur og grófan úrgang. Óheimilt er að setja úrgang utanvið gámana.
  • Flokka skal rétt í gámana, annars verða þeir fjarlægðir og fyrirkomulagi breytt að ári.
  • Í gámana má ekki setja heimilisúrgang, s.s. plast, pappír, lífrænan úrgang og annan óendurvinnanlegan heimilisúrgang.
  • Í gámana má ekki setja rúllu/baggaplast, rafgeyma, spilliefni og annan rekstrarúrgang. Móttökustöðin á Strönd tekur við slíkum úrgangi.
  • Að gefnu tilefni er bent á að fara með mjög stóra einstaka hluti á móttökustöðina á Strönd svo gámar yfirfyllist síður.

ATH. meðan að á sumarhreinsun stendur er ekki hægt að fá heimsenda gáma.

Allar nánari upplýsingar veitir Ómar Sigurðsson, verkstjóri Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.
Sími:  487 5157, Tölvupóstur:  strond@rang.is

Opið er á Strönd alla virka daga frá 13:30 – 18:00 og á laugardögum frá 10:00 – 16:00