Löng hefð er fyrir því að Tómas Grétar Ólason og f.l. Rangæingar hafi komið að vorlagi og um jól á Hjúkrunar og dvalarheimilið Kirkjuhvol til að spila og syngja.  Það má í raun segja að önnur kynslóð söngmanna  sé að koma til sögunnar. Einn þessara Rangæinga sem kemur með Tómasi Grétari er Grétar Þorsteinsson, f.v. forseti ASÍ en hann bjó í eina tíð í Fróðholti.

 

Um síðustu helgi kom Tómas Grétar 22 árið í röð og söng og spilaði jólalög. Þessar myndir eru teknar við það tækifæri af söngfólkinu og áhorfendum. Fleiri myndir má finna í myndasafninu hér

null

 

null

 

nullnull