Nú stendur yfir áheita- og hvatningaráskorunin Söfnum mínútum fyrir Ólöfu. Hér er facebook síða söfnunarinnar

Þann 24. maí næstkomandi hefði Ólöf Bjarnadóttir orðið 40 ára hefði hún lifað en hún lést sumarið 2019 eftir baráttu við krabbamein. Síðustu árin hennar vann hún að mestu við íslenskukennslu fyrir nemendur með annað móðurmál í Hvolskóla og hafði mikinn áhuga á frekari þróun þeirrar vinnu. Hún hafði líka mikinn áhuga á hreyfingu og var aðdáunarvert að fylgjast með henni í gegnum öll hennar veikindi hvað hreyfing spilaði stórt hlutverk.

Í minningu Ólafar hafa aðstandendur hennar farið af stað með þetta styrktarverkefni sem snýst um að hvetja sem flest að safna mínútum í hverskonar hreyfingu. Hægt er svo að styrkja söfnunina með upphæð að eigin vali per mínútu. Frjáls framlög eru einnig að sjálfsögðu velkomin. Styrktarupphæðin mun svo renna til íslenskukennslu nemenda í Hvolsskóla með annað móðurmál

Hægt er að skrá nafn og mínútur inn í excelskjalið hér, það er alls ekki nauðsynlegt en gaman að sjá þátttökuna.

Söfnunin stendur til frá 1. - 22. maí og upphæðin verður svo afhent á skólaslitum Hvolskóla þann 23. maí.

Reikningurinn er á kennitölu Unnar Lilju, systur Ólafar, og mun upphæðin sem safnast renna óskipt til Hvolsskóla. 

Kt. 271286-2879

0370 - 22 - 061238