Íbúar tóku virkan þátt í því að skreyta þorpið fyrir Kjötsúpuhátíð í ár og eiga stórt hrós skilið. Litadýrðin var allsráðandi og mikill metnaður var milli gatna að vinna verðlaun fyrir heildarútlit. Á endanum var það Litlagerði sem að var valin sem best skreyttasta gatan. Aðrir götur hafa nú u.þ.b. 360 daga til að safna í sarpinn í sínum lit og slá í gegn á næstu Kjötsúpuhátíð.

Það er svo vinsamleg ábending til íbúa að taka niður skreytingarnar nú þegar hátíðinni er lokið og áður en skrautið fer að fjúka um í haustveðrinu