Íbúar í Rangárþingi eystra slá algjörlega í gegn þegar kemur að þátttöku í skreytingakeppni fyrir Kjötsúpuhátíð. Metnaðurinn er mikill og greinilegt að bakvið skreytingarnar liggja oft miklar pælingar.

Við fengum óháða dómnefnd úr Ytra til að velja sigurvegara í skreytingakeppni Kjötsúpuhátíðar og átti dómnefndin í sérstaklega miklum erfiðleikum með að komast að niðurstöðu. 

Niðurstaðan var eftirfarandi:

Best skreytta húsið: Króktún 2

Frumlegasta skreytingin: Gilsbakki 8a

Best skreytta gatan: Litlagerði

Við þökkum dómnefndinni að sjálfsögðu fyrir vel unnin störf.