Umsækjendur um stöðu skólastjóra Tónlistarskóla Rangæinga bs. voru 8 talsins en umsóknarfrestur rann út um miðjan apríl. Verið er að vinna úr umsóknum og umsækjendur hafa verið boðaðir í viðtöl í þessari viku.

Ingibjörg H. Einarsdóttir
Ingibjörg Erlingsdóttir
Íris Erlingsdóttir
Ólafur Rúnarsson
Sandra Rún Jónsdóttir
Sigríður K. Viðarsdóttir
Vigdís Klara Aradóttir
Zbigniew Zuchowicz

Reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir í maí og að nýr skólastjóri taki til starfa í upphafi nýs skólaárs.