Skólaakstur við Hvolsskóla

 

Rangárþing eystra auglýsir lausan til umsóknar skólaakstur við Hvolsskóla. Samkvæmt núverandi fyrirkomulagi er um þrjár leiðir að ræða, sem ná yfir Austur-Eyjafjöll, Vestur-Eyjafjöll og Austur-Landeyjar að hluta eða öllu leiti. Akstursleiðir geta þó verið breytilegar eftir notkun og þörf.

 

Skólabílstjóri þarf að hafa öll tilskilin réttindi til aksturs farþega og bifreið sem notuð verður skal vera í fullkomnu ástandi. Viðkomandi þarf að vera reglusamur, stundvís og þjónustulipur og hann þarf að hafa hreint sakavottorð.

 

Umsóknir þurfa að berast á skrifstofu Rangárþings eystra í síðasta lagi 21. júní 2023. Í umsókn skal tilgreina hvaða akstursleið er sótt um.

 

Nánari upplýsingar veitir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri í síma 488-4200anton@hvolsvollur.is eða Birna Sigurðardóttir, skólastjóri í síma 488-4240birna@hvolsskoli.is