Þetta skemmtilega námskeið hefst 19. febrúar næstkomandi og enn eru laus pláss.


Á námskeiðinu verður fjallað um rýmisskipulag heimilisins, hvernig við getum nýtt rýmið sem best og aukið þannig vellíðan fjölskyldunnar. Farið verður  yfir litaval og áhrif lita á fólk, lýsingu og birtu sem hæfir hverju rými, hvernig við þarfagreinum heimilið og þá hluti sem þar þurfa að vera (losna við/bæta við), Feng-shui fræðin og tilhögun hluta í rýminu. 
Gott er að vera með teikningu af húsnæðinu í einhverri mynd til að hver og einn geti sett niður hugmyndir og unnið út frá sínu heimili.

Auglýsing Fræðslunetsins

Miðað er við virka þátttöku og a.m.k. 75% viðveru til að ljúka námskeiði.
Tími: Miðvikudagar 19. febrúar - 5. mars kl. 18.30 - 21.20
Staður: Fræðslunetið Hvolsvelli
Verð: 15.500

Fjöldi: Lágmark 8, hámark 16

Kennari: Ingunn Jónsdóttir, hönnuður