Sl. sunnudag var haldið fróðlegt og skemmtilegt málþing í tilefni af 20 ára starfsafmæli Sögusetursins. Margvísleg erindi voru flutt sem snertu á einn eða annan hátt starfsemi setursins, samstarf við samfélagið og mikilvægi þess að Njáls sögu sé haldið á lofti. Stór spurning brann á mörgum á ráðstefnunni, hvað verður um Njálurefilinn þegar lokið verður að sauma í hann eftir ca. 2 ár og komu ýmsar góðar hugmyndir fram. Guðni Ágústsson setti svo endapunktinn á dagskrána með léttum pistli um Hallgerði Langbrók.

Fleiri myndir má sjá hér.