Búið er að ryðja ofan af skautasvellinu sem áhaldahúsmenn hafa útbúið á túninu við hliðina á nýja leikskólanum við Vallarbraut. Tilvalið að nota þetta fallega veður til að reima á sig skauta og sýna listir sínar.