Sjö starfsmenn ljúka ART námskeiði

Hópur starfsmanna í Hvolsskóla hefur síðustu þrjá daga setið ART-námskeið á Selfossi.  

Þær eru Svava, Kristín Erna, Sigríður Vaka, Hildur, Erla Guðfinna, Guri og Maren.  

Að loknu þessu námskeiði tekur svo við 12 vikna þjálfun þar sem þær kenna ART þrisvar í viku.  

Áhersluþættir í ART-i eru að þjálfa sjálfsstjórn, félagsfærni og siðferðisvitund sem eru öllum börnum mikilvæg til að geta átt góð samskipti og eignast vini.  ART er afmörkuð og árangursrík aðferð til að draga úr erfiðri hegðun hjá börnum og ungu fólki.  ART hjálpar öllum að eiga árangursrík samskipti og þekkja tilfinningar sínar.  

Nokkrir ART-arar eru nú starfandi innan Hvolsskóla og í leiskólanum Örk á Hvolsvelli og er mikið ánægjuefni að fleiri séu að bætast í hópinn.
Verkefnastjóri ART er Anna Kristín Guðjónsdóttir kennari Hvolsskóla, hún er jafnframt 
verkefnastjóri fyrir Uppeldis til ábyrgðar í skólanum.