- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Almannavarnarnefndir á Suðurlandi funda með lögreglunni á Suðurlandi um samstarf lögreglunnar og sveitarfélaga, samstarfsverkefnið hefur hlotið vinnuheitið ,,eitt samfélag - eitt afl"
Almannavarnarnefndir á Suðurlandi eru allar að funda í dag og í gær. Nefndirnar eru m.a. að fara yfir samstarf lögreglunnar á Suðurlandi og sveitarfélaga á Suðurlandi í almannavarnarmálum. Á fundina mættu auk nefndarmanna Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri Suðurlands, Hjálmar Björgvinsson deildarstjóri almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra, Víðir Reynisson lögreglufulltrúi og starfsmaður lögreglunnar á Suðurlandi og Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónnn á Suðurlandi. Hjálmar er á ferð um landið til að hitta allar almannavarnarnefndir en hann tók nýverið við starfi Víðis Reynissonar. Víðir vinnur núna fyrir lögregluna á Suðurlandi og er að vinna að almannavarnarmálum hjá lögregluembættinu og einnig fyrir sveitarfélögin m.a. með gerð viðbragðs- og rýmingaráætlana.
Meðfylgjandi mynd var tekin á Hellu í dag.
Á myndinn eru frá vinstri; Kjartan Þorkelsson, Hjálmar Björgvinsson, Víðir Reynisson og Sveinn Kristján Rúnarsson