Miðvikudaginn 27. desember undirrituðu sveitarstjórar í Rangárþingi eystra, Rangárþingi ytra og Ásahrepp, þjónustusamning við Hestamannafélagið Geysi. Samningurinn á að stuðla að útbreiðslu hestamennsku í íþróttastarfi barna og unglinga og tryggja öflugt íþróttastarf fyrir börn og unglinga í sveitarfélögunum.

 Óhætt er að segja að samningarnir marki tímamót fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf Hestamannafélagsins Geysis. Þar sem sveitarfélögin þrjú sjá ekki um rekstur neinna mannvirkja til ástundunnar hestamennsku ert gert ráð fyrir að hluti styrksins fari í að greiða fyrir aðstöðu. Samningurinn er til þriggja ára og tekur hann gildi 1.1.2018. 

Á myndinni eru í aftari röð f.v. Eygló Arna Guðnadóttir, Katrín Diljá Vignisdóttir, Oddný Lilja Birgisdóttir og Sigurlinn Franziska Arnarsdóttir. Í fremrið röð f.v. Ólafur Þórisson formaður Hestamannafélagsins Geysis, Nanna Jónsdóttir sveitarstjóri Ásahrepps, Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rangárþings ytra og Ísólfur Gylfi Pálmason sveitastjóri Rangárþings eystra